Klippt á borða við Sundhöllina

Í morgun var Sundhöll Selfoss opnuð í fyrsta skipti kl. 6:30 í stað 6:45 sem hefur verið opnunartími sundhallarinnar um árabil.

Sundhöllin mun frá og með deginum í dag vera opin virka daga frá kl. 6:30 – 21:30 og um helgar frá kl. 9:00 – 19:00.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar opnuðu sundhöllina formlega í morgun kl. 6:30 ásamt Þórdísi E. Sigurðardóttur, forstöðumanni Sundhallar Selfoss, Söndru Dís Hafþórsdóttur, bæjarfulltrúa og gestum sem voru mættir tímanlega til að komast í morgunsundið.

Gestum var síðan boðið upp á léttar kaffiveitingar í tilefni dagsins.