Klinki stolið úr bílum

Milli kl. 3 og 3:30 í nótt var farið inn í tvo ólæsta bíla við Starmóa á Selfossi og lítilræði stolið.

Þjófurinn sást hlaupa frá öðrum bílnum. Hann var í dökkum fatnaði en ekki tókst að bera kennsl á hann. Ekkert tjón var unnið og það eina sem stolið var smáklink.

Lögreglan á Selfossi hvetur fólk enn og aftur til að læsa bílum sínum.