Kjötmjöli dreift til að styrkja gróðurinn

Í næstu viku verður 25 tonnum af kjötmjöli dreift á um 10-12 hektara á uppgræðslusvæði Hekluskóga sunnan Sultartangalóns.

Hreinn Óskarsson hjá Hekluskógum segir kjötmjölið hafa reynst einkar vel sem áburður. „Þetta er verkefni sem fór í gang hjá Hekluskógum árið 2006. Þá fékkst leyfi til þess að dreifa þessu í Þjórsárdal og síðan höfum við dreift þar árlega frá árinu 2008, yfir þúsund tonnum,“ segir hann.

Nú vilja forsvarsmenn Hekluskóga prófa áburðinn sem hefur virkað svo vel á nýjum svæðum. „Við viljum endilega opna glugga til þess að geta farið víða með þetta,“ segir Hreinn. „Við fengum leyfi til þess þarna í bili og vonandi verður það veitt aftur ef þetta gengur vel.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinIngveldur ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga
Næsta greinSelfoss fékk Val í bikarnum