Kjósendur styðja Atla

Hópur kjósenda Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, sem styðja Atla Gíslason, hafa sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við störf Atla á Alþingi.

Sædís Ósk Harðardóttir, ein þeirra sem ritar undir ályktunina, segir að fréttir í vikunni hafi verið á þann hátt að kjósendur Atla í Suðurkjördæmi virðist vilja hann burt af þingi. Með ályktuninni vill hópurinn koma því á framfæri að Atli eigi gríðarlega mikið fylgi í kjördæminu sem nái langt út fyrir raðir flokksmanna Vg.

„Á þessum lista eru bæði núverandi og fyrrverandi félagsmenn Vg, almennir kjósendur sem ekki tilheyra Vg en kusu Vg í síðustu kosningum, fyrrum formenn svæðafélaga Vg í kjördæminu og einn sem sat í flokksstjórn VG. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Hann var settur saman á nokkrum klukkutímum og hefði getað verið margfalt lengri þar sem Atli nýtur mikils stuðnings í kjördæminu,” sagði Sædís Ósk í samtali við sunnlenska.is.

Ályktunin er svohljóðandi:
„Við undirrituð kjósendur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi lýsum yfir fullum stuðningi við störf Atla Gíslasonar á Alþingi, framgöngu hans og trúmennsku við þær hugsjónir sem hann var kosinn til að framfylgja. Við skorum á hann að víkja hvergi af réttri braut og halda áfram þingmennsku.

Ása Lísbet Björgvinsdóttir, Eyrarbakka
Bára Rúnarsdóttir, Kornvöllum Rangárþingi eystra
Björk Rúnarsdóttir, Rangárþingi ytra
Brynjólfur Brynjólfsson, Vogum
Elvar Geir Sævarsson, Reykjanasbæ
Guðlaug Berglind Björnsdóttir, Hveragerði
Guðmundur S. Brynjólfsson, Eyrarbakka
Guðmundur Gíslason, Rangárþingi ytra
Guðrún Auður Haraldsdóttir, Rangárþingi ytra
Haraldur Gísli Kristjánsson, Rangárþingi ytra
Harpa Rún Kristjánsdóttir, Rangárþingi ytra
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Selfossi
Klara Hallgerður Haraldsdóttir, Rangárþingi ytra
Klemenz Karl Guðmundsson, Selfossi
Kristján Gíslason, Rangárþingi ytra
Margrét Eggertsdóttir, Rangárþingi ytra
Óðinn Kalevi Andersen, Eyrarbakka
Rafn Gíslason, Þorlálshöfn
Ragnheiður Eiríksdóttir, Reykjanasbæ
Sigurlaug Gröndal, Þorlákshöfn
Sigríður Erla Haraldsdóttir, Selfossi
Stella Hauksdóttir, Vestmannaeyjum
Sverrir Haraldsson, Rangárþingi ytra
Sædís Ósk Harðardóttir, Eyrarbakka
Valgeir Bjarnason, Selfossi
Unnar Gíslason, Eyrarbakka
Þórbergur Torfason, Höfn í Hornafirði”