Kjörfundur allstaðar hafinn

Kjörfundur er hafinn í öllum kjördeildum á Suðurlandi. Áshreppingar voru síðastir til að opna kjördeildina en kjörfundur hófst í félagsheimilinu Ásgarði kl. 11.

Kjörfundi lýkur sömuleiðis fyrst í Ásahreppi, kl. 19:00 í kvöld.

Annars eru velflestir kjörstaðir á Suðurlandi opnir til kl. 22:00 í kvöld en á því eru þó undantekningar.

Kjörfundi lýkur kl. 20 í Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og einnig í kjördeild II í Rangárþingi ytra, hjá íbúum austan Markarfljóts. Í Mýrdalshreppi lýkur kjörfundi kl. 21.

Myndin með fréttinni er tekin í kjördeild V í Árborg í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar hófst kjörfundur á slaginu kl. 9. Nokkrir kjósendur mættu strax við opnun kjörstaðar. Fyrst til að kjósa var Inga Lára Baldvinsdóttir í Garðhúsum.

Fyrri greinSafna fyrir Berlínarferð
Næsta greinMarín Laufey Evrópumeistari í glímu