Kjörfundi lokið á Sólheimum

Utankjörstaðakosning vegna forsetakosninganna fór fram á Sólheimum í Grímsnesi í gær, fimmtudag.

Íbúar Sólheima eru margir hverjir orðnir spenntir að vita hver verði næsti forseti Íslands.

Það var því góð stemning þegar fólk mætti á kjörstað og við hæfi að kosningin fór fram í Vigdísarhúsi sem heitir einmitt eftir fyrrum forseta Íslands Vigdísi Finnbogadóttur.