Kjördæmafundur í FSu í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 verður haldinn kjördæmafundur RÚV fyrir Suðurkjördæmi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Fundurinn er í formi borgarafunda þar sem fulltrúar allra framboða sitja fyrir svörum og kjósendum gefst færi á að bera upp spurningar í sal, í gegnum tölvupóstinn kosningar2013@ruv.is, eða facebooksíðu RÚV.

Fulltrúar framboðanna á fundinum í kvöld verða eftirtaldir:

Smári McCarthy, Þ-lista, Pírata

Páll Valur Björnsson, A-lista, Bjartrar framtíðar

Vilhjálmur Bjarnason, I-lista, Flokks heimilanna

Sigurður Ingi Jóhannsson, B-lista, Framsóknarflokks

Andrea Ólafsdóttir, T-lista, Dögunar

Sigursveinn Þórðarson, G-lista, Hægri grænna

Bjarni Harðarson, J-lista, Regnboga

Oddný G. Harðardóttir, S-lista, Samfylkingar

Finnbogi Vikar, L- lista, Lýðræðisvaktar

Arndís Soffía Sigurðardóttir, V-lista, Vinstri hreyfingar græns framboðs

Ragnheiður Elín Árnadóttir, D-lista, Sjálfstæðisflokks

Fyrri greinGunnsteinn ráðinn í Ölfusið
Næsta greinTugir milljóna í uppbyggingu á Suðurlandi