Kjör sveitarstjórnarmanna könnuð

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að skipa þriggja manna hóp til að yfirfara samþykktir um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra kemur þetta til af því að árið 2012 hafi verið samþykktar reglur um aukagreiðslur til sveitarstjórnarmanna. Tilefni hafi þótt til að skerpa á þeim.

Ásamt Ísólfi Gylfa sitja þeir Elvar Eyvindsson og Guðmundur Ólafsson í hópnum og hefur hann þegar tekið til starfa.

Fyrri greinDagur íslenskrar tungu í Hvolsskóla
Næsta greinSunnlenska bókakaffið með níu titla