Kjartan tekur við keflinu af Önnu Birnu

Sýslumannsembættið á Hvolsvelli er stofnun ársins í flokki minni stofnana. Stéttarfélagið SFR gerir könnunina árlega.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og starfsfólk hans taka við titlinum af sýslumannsembættinu í Vík en Anna Birna Þráinsdóttir og hennar fólk fékk þennan titil í fyrra. Sýslumannsembættið í Vík varð í 2. sæti í ár.

Þetta er í fimmta sinn sem SFR stendur að vali á stofnun ársins. Umferðarstofa sigraði í hópi stærri stofnana og Landgræðslan í Gunnarsholti varð í 3. sæti.

Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR, þátttakendur voru spurðir um trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði, ímynd, sjálfstæði, sveigjanleika, ánægju með launakjör og fleira .

Fyrri greinSprengivirkni í gosinu dvínar
Næsta greinHákon og Kristinn í Hamar