Kjartan tekur sæti Elfu í bæjarstjórn

Kjartan Björnsson, varabæjarfulltrúi, mun taka sæti Elfu Daggar Þórðardóttur í bæjarstjórn Árborgar en Elfa Dögg hefur sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn.

Í yfirlýsingu sem Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg hefur sent frá sér þakka stjórnir fulltrúaráðsins og Sjálfstæðisfélagsins Óðins Elfu Dögg fyrir vel unnin störf í þágu sveitafélagsins og Sjálfstæðisflokksins.

“Stjórnirnar hafa fullan skilning á ákvörðun hennar og óskar henni velfarnaðar,” segir í yfirlýsingunni.