Kjartan og Axel Ingi á spjallfundi

Vikulegur laugardagsfundur sjálfstæðisfélaganna í Sveitarfélaginu Árborg verður laugardaginn 14. febrúar í Óðinsvéum, Austurvegi 38 á Selfossi klukkan 11:00.

Gestir þessa spjallfundar verða Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta og menningarnefndar og Axel Ingi Viðarsson, varaformaður nefndarinnar og 2. varabæjarfulltrúi.

Létt spjall um bæjarmálin almennt með áherslu á íþrótta og menningarmálin.

Allir velkomnir og kaffi á könnunni og létt kruðerí.

Fyrri greinSlæmar veðurhorfur við suðausturströndina
Næsta greinFjörugir fjáröflunartónleikar og leynigestur