Kjartan í sveitarstjórnarmálin

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður, skipar baráttusætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Dagbjört Hannesdóttir verður í 3. sæti á listanum en hún var oddviti Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Stefán Jónsson leiðir lista Sjálfstæðismanna nú en hann skipaði 3. sætið í síðustu kosningum. Þá leiddi Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, listann.

Bjarni Jónsson, formaður uppstillingarnefndar, segir flokkinn ekki leggja upp með neitt ákveðið bæjarstjóraefni.

Sex efstu sæti listans eru þannig skipuð:
1. Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri.
2. Kristín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri.
3. Dagbjört Hannesdóttir, skrifstofumaður.
4. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður.
5. Ólafur Hannesson, sjónvarpsmaður.
6. Brynjólfur Hjörleifsson, háskólanemi.