Kjartan, Ásmundur og Vilhjálmur á laugardagsfundi

Sjálfstæðisfélögin í Árborg boða til laugardagsfundar í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 á Selfossi, 9. apríl kl. 10.

Fram á vorið verður fundað reglulega og munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg fjalla um bæjarmálin á laugardagsmorgnum. Kjartan Björnsson ræðir íþrótta- og menningarmál og önnur bæjarmál næsta laugardag.

Sérstakir gestir fundarins verða þingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem fjalla um þjóðmálin og nýliðna atburði.

Kaffi á könnunni. Fundinum lýkur klukkan 11:30.

Fyrri greinLandeyjahöfn gæti opnað í næstu viku
Næsta greinÓeðlilegt að tekjuaukning ríkisins vegna ferðaþjónustu nýtist ekki lögreglunni