Kjartan Þorkelsson Sunnlendingur ársins 2010

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga, var kjörinn Sunnlendingur ársins 2010 af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is.

Kjartan er yfirmaður almannavarna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum og var í forystu viðbragðsaðila sem brugðust skjótt við þegar boð bárust um að gos væri hafið í Eyjafjallajökli snemma aðfararnætur sunnudagsins 21. mars.

„Ég þakka þennan heiður, hann kemur skemmtilega á óvart en ég lít nú þannig á að ég sé valinn sem fulltrúi fyrir þann stóra hóp Sunnlendinga sem var að vinna í björgunar- og hjálparstörfum í eldgosunum,” segir Kjartan m.a. í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT