Kjálkabraut einn og beit framan af nefi annars

Tvær líkamsárásir komu inn á borð lögreglunnar á Selfossi í nótt. Fórnarlömbin misstu meðal annars nokkrar tennur og framan af nefi.

Um klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um slagsmál á Laugarvatn. Þar reyndist árásarmaðurinn hafa kjálkabrotið og bitið einn mann og bitið framan af nefi annars manns. Þeir slösuðu voru fluttir undir læknishendur til aðhlynningar en árásarmaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi.

Fyrr um nóttina áttu tveir menn í áflogum eftir dansleik. Annar þeirra fékk þungt högg í andlitið og missti nokkrar tennur. Lögreglan veit hver veitti höggið en hann hvarf af vettvangi og hefur ekki verið handtekinn.

Fyrri greinVonast til að finna heitt vatn
Næsta greinÁramótabrennur á Suðurlandi