Kiwanis gaf verkfæri á Jötunheima

Það er markmið Kiwanis að sinna börnunum fyrst og fremst og finna verkefni, sem hæfir þroska þeirra og umönnun.

Það var fögnuður að fá beiðni frá Leikskólanum Jötunheimum á Selfossi að útvega þeim viðbót í verkfærakassann þeirra.

Þessi alvöru verkfæri sem þau hafa verið að handleika voru í fyrstu mjög framandi og spennandi, en fljótlega fóru handtökin að æfast og þau fóru að ná valdi á þessum alvöru smíðaáhöldum. Vegna áhuga þeirra á smíðum og aukinni handleikni kom fram þörfin fyrir fleiri áhöldum.

Er ekki leikskólinn að undirbúa jarðveginn fyrir trésmiði og iðnaðarmenn framtíðarinnar? En á þessu aldursstigi er það leikgleðin sem skiptir máli og hún hefur verið allsráðandi á smíðaverkstæði leikskólabarnanna í Jötunheimum.

Hj.Þ

Fyrri greinElti GPS tækið upp á Kjöl
Næsta greinEldvarnaátakið sett í Grunnskólanum í Hveragerði