Kitlaði pinnann undir áhrifum

Á föstudag var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur vestan við Hvolsvöll en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Mál hans hlýtur venjulega meðferð í réttarkerfinu.

Í síðustu viku voru 88 mál skráð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Sextán ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 134 km hraða. Alls voru sjö af þessum bifreiðum mældar á yfir 120 km hraða.

Fyrri greinBílvelta við Markarfljót
Næsta greinSunnlenskir knapar verðlaunaðir