Kirkjuvegur 18 rifinn

Fyllstu varúðar er gætt vegna mengunarhættu og klæðast iðnaðarmennirnir sérstökum hlífðarfatnaði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag hefur verið unnið að niðurrifi á íbúðarhúsinu við Kirkjuveg 18 ár Selfossi sem eyðilagðist í eldi í lok október.

Brunavarnir Árnessýslu eru með bíl á staðnum og er vatni sprautað yfir rústirnar til þess að rykbinda en sérstakrar varúðar er gætt við niðurrifið til þess að koma í veg fyrir asbestmengun.

Allt efni úr húsinu er sett í gáma sem er lokað með plasti og verður efnið urðað á urðunarstað í Álfsnesi í Reykjavík.

Lögreglan hefur grun um að eldurinn á Kirkjuveginum hafi kviknað af mannavöldum en karl og kona fórust í brunanum. Rannsókn stendur ennþá yfir og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er búist við að henni ljúki eftir sex til átta vikur.

Fyrri greinUmferðartafir við Ytri-Rangá
Næsta greinTomsick magnaður á lokakaflanum