Kirkjuhvoll fékk veglega gjöf frá kvenfélaginu Bergþóru

Ólöf Guðbjörg, hjúkrunarforstjóri, tekur við gjöfinni frá stjórn Kvenfélagsins Bergþóru. Lovísa Herborg Ragnarsdóttir formaður, Rúnar Smári Rúnarsson (sonur Hildar), Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir ritari og Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir gjaldkeri afhentu gjöfina. Ljósmynd/hvolsvollur.is

Í dag tók hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli formlega við höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Bergþóru í Vestur-Landeyjum og Minningasjóð Kirkjuhvols.

Gjöfin erNustep T5XR fjölþjálfi með fylgihlutum sem á eftir að nýtast heimilisfólki vel til að viðhalda og auka hreyfigetu sína og stuðla þannig að bættum lífsgæðum.

Kvenfélagið Bergþóra gefur þessa gjöf í minningu um fyrrum formann kvenfélagsins, Hildi Ágústsdóttir frá Klauf, sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Hildur lést 26. júní síðastliðinn og hafði þá dvalið á Kirkjuhvoli í rúm 6 ár. Gjöfin kom í hús á afmælisdegi Hildar þann 13. október síðastliðinn en þann dag hefði hún orðið 85 ára.

Karin Jónsdóttir, íbúi á Kirkjuhvoli, í fjölþjálfanum. Ljósmynd/hvolsvollur.is
Fyrri greinSindri Freyr íþróttamaður Rangárþings ytra 2019
Næsta greinÁfram gul viðvörun í kvöld