Keyrði í gegnum girðingu og út í skurð

Ökumaður var handtekinn á Laugarvatni um helgina eftir að hann ók ölvaður í gegnum girðingu við nýbyggingu gufubaðsins á Laugarvatni og hafnaði þar ofan í skurði.

Ökumaður hvarf af vettvangi en fannst skömmu síðar. Bifreiðina tók maðurinn í óleyfi en hún var ólæst með lykli í kveikjulás á bifreiðastæði við Menntaskólann.

Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ekið bílnum auk þess sem vitni voru að atvikinu.