Keyptu hundrað barnabílstóla

Hópferðabílar Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi hafa keypt 100 barnabílstóla af barnavöruversluninni Ólavíu og Ólíver.

Stólarnir eru hugsaðir fyrir leikskólahópa og yngri bekki í grunnskólum.

Í tilkynningu frá Guðmundi Tyrfingssyni segir, að fyrirtækið hafi ávallt lagt mikla áherslu á öryggi farþega. Fyrirtækið var til dæmis fyrsta hópferðafyrirtækið til að hafa öryggisbelti í öllum sætum í bílum sínum.

Fyrri greinÞakplötur á flugi í Mýrdalnum
Næsta greinGovens bestur í fyrri umferðinni