Keypti vín fyrir unglinga

Fyrir helgi hafði lögregla afskipti af nokkrum unglingum á Selfossi sem höfðu fengið ungan mann til að fara í Vínbúðina og kaupa fyrir þau áfengi.

Hald var lagt á áfengið sem unglingarnir voru búin að fá afhent og greiða fyrir. Ungi maðurinn var á bak og burt þegar lögreglu en vitað hver hann er.

Það er brot á áfengislögum að veita áfengi til yngri en 20 ára. Málið er í rannsókn og barnaverndaryfirvöldum hefur verið tilkynnt um atvikið.

Fyrri greinBílvelta við Borg
Næsta greinDagbók lögreglu: Sprautuðu úr dufttæki í orlofshúsi