Keypti bíl á fölskum númerum

Í síðustu viku barst lögreglunni á Suðurlandi ábending um bifreið sem væri ekki sú sem skráningarnúmerin tilheyrðu.

Við skoðun kom í ljós að búið var að afmá rétt verksmiðjunúmer og koma öðru fyrir af sambærilegri bifreið.

Núverandi eigandi hafði keypt bifreiðina í góðri trú og hafði ekki grun um svikin.

Málið er í rannsókn.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Stukku út í myrkrið og földu sig
Næsta greinBrotist inn við Sogsbakka