Kettirnir hans Ólafs fundnir

Lögreglan fann í gær bengalkettina þrjá sem stolið var í Nátthaga í Ölfusi í síðustu viku. Þeir fundust heilir á húfi í húsi í Reykjavík.

Köttunum var stolið í innbroti í Nátthaga síðastliðinn miðvikudag og hóf Ólafur þegar mikla leit að þeim ásamt lögreglu.

Á Facebook-síðu sinni þakkar Ólafur lögreglumönnunum fyrir vel unnin störf sem og öllum þeim sem fylgdust með og sýndu honum og köttunum hluttekningu.

“Löggan í Reykjavík sótti þá í ákveðið hús í kvöld og lét mig vita strax. Ég vil ekki gera fólkinu refsingu, veit ekki einu sinni nöfnin. […] Hettirnir eru svangir og hvekktir, sérstaklega læðurnar en ég má halda á þeim öllum og þau þekktu mig strax,” sagði Ólafur glaður á Facebook þegar hann var búinn að fá Platinum Prince, Ísabellu Sóley og Nátthaga Kysstu Lífið Lukku í hendurnar.

Fyrri greinIngþór og Arnar Logi í Selfoss
Næsta greinLokahögg skógar í Hrunamannahreppi