Kertum fleytt á Hrefnutanga

Fimmtán manns voru viðstaddir kertafleytingu á bökkum Ölfusár í kvöld þar sem fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki var minnst.

Sá siður að fleyta kertum á þessum degi er útbreiddur víða um heim en Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Nagasaki 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum áður hafði sprengju verið varpað á Hirosima.

Það voru áhugamenn á Selfossi, undir forystu Þorláks H. Helgasonar, sem stóðu fyrir kertafleytingunni.