Kertafleyting á Selfossi

Í kvöld kl. 20:30 munu áhugamenn á Selfossi standa fyrir kertafleytingu við Hrefnutanga utan ár.

„Með þessu minnumst við fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki árið 1945 og munum eiga stund saman,“ segir Þorlákur H. Helgason, sem fer fyrir hópnum. Fólk er minnt á að hafa kerti meðferðis.