Kerru stolið á Selfossi

Kerra hvarf frá Gagnheiði 13 á Selfossi um helgina. Kerran er 3.60 metrar á lengd og 2.35 metrar á breidd, flatvagn með blárri grind með bogabrettum úr áli.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um kerruna eru beðnir að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Óþægur á Örkinni
Næsta greinSelfyssingum spáð 5. sætinu