Kerra fauk á bílinn sem dró hana

Kerra sem hékk aftan í pallbíl tókst á loft og fauk á bifreiðina sem dró hana, við Litla-Hvamm í Mýrdal um miðjan dag í dag.

Bæði kerran og bifreiðin eru mikið skemmd en ökumaðurinn slapp án alvarlegra meiðsla.

Vindhviður á svæðinu hafa slagað upp í 30 m/sek í dag.

Fyrri greinDalbær afurðahæsta kúabúið
Næsta greinLeiklist: Þrek og tár á Selfossi