Kerlingadalsá lokuð í júlí

Sökum þess hve illa fiskur gekk upp í Vatnsá framan af sumri í fyrra hefur Kerlingadalsá í Mýrdal verið lokuð fyrir veiði í júlí.

Kerlingadalsá er jökulá að uppruna, en til hennar fellur m.a. Vatnsá úr Heiðarvatni og nokkrir lækir.

Stefnt verður að því að opna ána í byrjun ágúst en búast má við að lax sé genginn í hana miðað við hvað er að gerast víðast hvar annarsstaðar.

Mikið vatn hefur verið í Kerlingadalsá undanfarið og margir álitlegir veiðistaðir hafa myndast frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá leigutaka.

Fyrri greinEinn alvarlega slasaður og tveir í fangageymslum
Næsta greinÞjálfara vantar hjá Hamri