Keppni frestað vegna veðurs

Keppni í milliriðlum í B-flokki á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu hefur verið frestað til morguns vegna slæms veðurútlits í kvöld.

Keppnin átti að hefjast kl 18 í dag en mun fara fram á morgun, miðvikudag kl. 17. Skeiðkeppni sem auglýst var að ætti að hefjast 19:30 á morgun verður frestað um eina klukkustund.

Þessi ákvörðun er tekin vegna slæms veðurútlits fyrir kvöldið og hugsanlegra slæmra vallaraðstæðna.

Fleiri frettir frá landsmóti má sjá á vef Hestafrétta.

Fyrri greinÞrenn verðlaun, eitt Íslandsmet og sjö HSK met
Næsta greinÞolreið á Landsmót