Kennsluflugvél hlekktist á á Flúðum

TF-KFF við komuna til landsins árið 2014. Ljósmynd/Keilir

Kennslu­vél á veg­um Keil­is hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Einn nem­andi var um borð í vél­inni en hann sakaði ekki.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Keili. Vél­in er af gerðinni Diamond DA20-C1 Eclip­se, ber ein­kenn­is­staf­ina TF-KFF og er lítið skemmd.

Á mbl.is kemur fram að nemandinn hafi verið að æfa lend­ing­ar þegar vélinni hlekktist á þannig að hún rann út af flug­braut­inni og hreyf­ill­inn rakst í jörðina. Gott veður, logn og bjart, var á Flúðum þegar at­vikið átti sér stað.

Fyrri greinÆgir á toppnum þrátt fyrir tap
Næsta greinHólmfríður best í umferðum 7-12