Kennsla í matreiðslu og framleiðslu á vorönn

Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fer fram kennsla í grunnámi matvæla og ferðagreina en á síðustu önn fengu nemendur að kynnast störfum kjötiðnaðarmanna og bakara.

Á vorönn 2016 er það matreiðslu- og framleiðslumaðurinn sem verður tekinn fyrir, eða kokkurinn og þjónninn.

„Suðurland er stærsta landbúnaðarsvæði landsins og fjölbreytt fyrirtæki í matvælaiðnaði starfa á svæðinu. Allt frá frumframleiðslu að neytendamarkaði. Fyrirtæki þurfa á þessu unga fólki að halda á öllum stigum matvælaframleiðslu og framreiðslu,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.

Í fyrravor luku níu nemendur námi af brautinni, sex þeirra eru komnir á námssamning, einn hélt áfram námi við FSu og tveir starfa í matvælafyrirtækjum á Selfossi.

Það er Guðríður Egilsdóttir á Selfossi sem er kennari og fagstjóri brautarinnar.

Fyrri greinÞórir og Atli til liðs við Selfoss á ný
Næsta greinStyttist í Uppsveitadeildina