Keahótel kaupir Hótel Kötlu

Keahótel ehf hefur keypt Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og rekstur þess helst að mestu leyti óbreyttur.

Kaupverðið er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea hótelum en RÚV greinir frá þessu.

Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti.

Hótel Katla verður tíunda hótelið sem rekið verður undir merkjum Keahótela, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi með samtals 794 herbergi.

Fyrri greinVinningshafinn var af höfuðborgar-svæðinu
Næsta greinLíkfundur í Ölfusá