Kaupa sturtustól fyrir fatlaða

Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að keyptur verði sturtustóll fyrir fatlaða í Sundhöll Selfoss að fjárhæð 383.000 kr.

Vegna kaupanna verður gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun.

Þá samþykkti bæjarstjórnin einnig 600.000 kr. viðbótarfjárveitingu vegna Menningarmánaðararins október í ár.