Kaupa hlut SASS á 12 milljónir

Borgarþróun ehf, rekstrarfélag sem á húsnæði það sem jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands er í á Selfossi hefur keypt 11% hlut SASS í félaginu á 12 milljónir króna.

Félagið er í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en til þess var stofnað af Árborg og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands á sínum tíma til að kaupa húsnæðið sem nú hýsir einnig félagsmiðstöðina Zelsiuz.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar er þetta gert til einföldunar á rekstri félagsins.

Fyrri greinDregið í jólahappdrætti unglingaráðs
Næsta greinMetaðsókn fanga í nám