Katrín ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Selfyssingurinn Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála Heimkaups samstæðunnar. Hún kemur til Heimkaupa frá Nova þar sem hún starfaði frá árinu 2019, þar af sem markaðsstjóri síðan 2021.

Áður starfaði hún við kvikmyndagerð hjá Pegasus og kom meðal annars að verkefnum fyrir HBO og Netflix. Þá starfaði Katrín einnig við grafíska miðlun í Kaupmannahöfn hjá alþjóðlega tæknifyrirtækinu Phillips ásamt því að starfa við fjölbreytt verkefni í vörumerkjahönnun.

Hún lauk AP gráðu í margmiðlunarhönnun við Copenhagen School of Design and Technology árið 2016 og einnig BA gráðu í vörumerkjahönnun við sama skóla árið 2018.

„Við hjá Heimkaupum eru afar ánægð að fá Katrínu til að leiða markaðsmálin hjá samstæðunni. Reynsla og þekking Katrínar af innlendum og erlendum markaði mun styrkja framkvæmdastjórn Heimkaupa enn frekar og fellur einstaklega vel að þeim verkefnum sem framundan eru hjá okkur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimakaup.

„Ég er mjög stolt að fá tækifæri til að leiða markaðsmálin hjá Heimkaups samstæðunni. Það eru spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að taka þátt í uppbyggingu og stefnumótun vörumerkjanna ásamt metnaðarfullu teymi hjá Heimkaupum,“ segir Katrín.

Fyrri greinBirkir Hrafn ráðinn framkvæmdastjóri Höfða
Næsta greinSelfoss og Hveragerði bætast við heimsendingarsvæði Wolt