Katla skalf í nótt

Skjálfti af stærðinni 3,8 stig varð rétt upp úr klukkan tvö í nótt í Mýrdalsjökli. Í kjölfarið fylgdu fimmtán eftirskjálftar á 25 mínútna kafla.

Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 2:02:27 en síðasta skjálftans varð vart kl. 2:27:35.

Að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar jarðfræðings á Veðurstofu Íslands hafa jarðskjálftastöðvar í kringum Mýrdalsjökul hafa ekki mælt neinn óróa sem gefur til kynna að um frekari hræringar séu í vændum.