Katla býr sig undir gos

„Þessi merki sem nú eru, aukin smáskjálftavirkni og aukin jarðhitavirkni og einhverjar vísbendingar um útþenslu á eldstöðinni eru dæmigerð merki um að Katla sé að búa sig undir eldgos.“

Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðvísindamaður, í samtali við mbl.is en Magnús var að koma úr eftirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul.

Hann tekur fram að Katla hafi gert slíkt áður, án þess að það leiddi til goss. Ekki hafi sést nein augljós skýring á þeim óróa sem var í dag.

Fyrri greinTeitur Örn setti Íslandsmet
Næsta greinFræðslunetið opnar á Hvolsvelli