Kastaðist út í bílveltu

Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir bílveltu við Kálfholt í Ásahreppi rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Tveir voru í bílnum, kona og karl, og kastaðist annað þeirra út úr bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var sá sem kastaðist út ekki í bílbelti. Bíllinn hafnaði utan vegar í mýrlendi.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist parið hafa sloppið vel en þau fara í frekari rannsóknir í dag.