Kastaðist á umferðarljós eftir árekstur

Aðfaranótt síðasta laugardags varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Austurvegar og Reynivalla á Selfossi.

Önnur bifreiðin kastaðist á umferðarljós við gangbraut á Austurvegi og sat þar föst. Meiðsli þeirra sem í bílunum voru eru ekki talin alvarleg.

Á föstudagskvöld varð annar árekstur á Austurveginum þegar bifreið var ekið út frá Skalla inn á Austurveginn í veg fyrir bifreið sem ekið var austur Austurveg, fram með bifreið sem dró hjólhýsi og hugðist beygja inn á stæði við Skalla. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.


Frá vettvangi árekstursins við Skalla á föstudagskvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinEkkert frjálsíþróttakaffi á 17. júní
Næsta greinRannsaka kynferðisbrot gegn unglingsstúlku