Kasparov vitjaði grafar Fischer

Bobby Fischer hvílir í Laugardælum. Árið 2014 vitjaði rússneski stórmeistarinn Garry Kasparov grafarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rússneski stórmeistarinn Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, heimsótti Laugardælakirkju í dag og vitjaði grafar Bobby Fischer.

Einar S. Einarsson, einn meðlima RJF hópsins, stuðningsmannahóps Fischer, tók á móti Kasparov og flutti stutt ávarp inni í Laugardælakirkju. Síðan spilaði hann af tölvu eitt af uppáhalds lögum Fischer, lagið Green Green Grass of Home í flutningi Tom Jones.

Að því loknu ritaði Kasparov í minningarbók Fischers sem geymd er í Laugardælakirkju.

„Í minningu Robert J. Fischer, stærstu goðsagnarinnar í sögu skákíþróttarinnar. Ég vildi að við hefðum getað hist og unnið saman að vegsemd okkar ástkæra leiks. Garry Kasparov“

Eftir heimsóknina að Laugardælum kom Kasparov við í Fischer-setrinu á Selfossi þar sem meðal annars voru flutt erindi um Fischer og móður hans.


Kasparov ritar í minningarbók Fischer í Laugardælakirkju. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinSólborg Lilja ráðin hótelstjóri á Hellu
Næsta greinGrindavík/Þór bikarmeistari í 11. flokki