Kasparov heimsækir Fischersetrið

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, er væntanlegur í heimsókn í Fischersetrið á Selfossi sunnudaginn 9. mars næstkomandi, á fæðingardegi Bobby Fischer.

Hann mun sömuleiðis heimsækja gröf Fishcer í Laugardælakirkjugarði. Þann sama dag verður haldinn fyrirlestur í Fischersetrinu um einvígi Fischer og Spasskí og ástæður þess að það vakti slíka athygli. Þá verður jafnframt fyrirlestur um ævi móður Bobby Fischer.

Eftir því sem næst verður komist mun skákmeistarinn Gary Kasparov fara af landi brott daginn eftir.