Karl og Svanhildur hætta á hótelinu

Karl Rafnsson og Svanhildur Davíðsdóttir munu hætta störfum við hótelið á Kirkjubæjarklaustri í október.

“Við tókum þessa ákvörðun í upphafi árs,” segir Karl í samtali við Sunnlenska. Hann hefur verið hótelstjóri á Klaustri frá upphafi árs 2005 og hafði nokkrum árum áður einnig verið þar sem stjórnandi. “Þetta hafa verið sextán ár í það heila,” segir Karl.

Sveinn Hreiðar Jensson, frá Hátúni í Landbroti, tekur við starfinu af Karli þann 1. október.

Þau hjónin munu flytja frá Klaustri í framhaldinu en Karl segir ekki vitað hvað tekur við hjá þeim. Þau séu að horfa í kringum sig eftir nýjum störfum.