Karl Gauti rekinn úr Flokki fólksins

Karl Gauti Hjaltason.

Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins fundi sínum í dag, að vísa þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni flokknum.

Karl Gauti leiddi lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum og er 8. þingmaður kjördæmisins og varaformaður þingflokks Flokks fólksins.

Í fréttatilkynningu sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sendi frá sér síðdegis í dag segir að brottvísunin sé í samræmi við samþykktir flokksins þar sem segir að „sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“.

„Stjórnin harmar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólksins, með óafsakanlegri þátttöku sinni á fundi með þingmönnum Miðflokksins á Klaustur-bar þann 20. nóvember síðastliðinn,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fyrri greinSkáldastund, jólasýning og músastigar
Næsta greinHamar stóðst áhlaup Selfoss