Karl Gauti genginn til liðs við Miðflokkinn

Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður Suðurkjördæmis, er genginn til liðs við Miðflokkinn. Hann hefur starfað utan flokka síðan honum var vísað úr Flokki fólksins eftir Klaustur Bar málið.

Ólafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, gengur einnig til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag, en hann var einnig kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins.

„Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu. Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum,“ segja þeir Karl Gauti og Ólafur meðal annars í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum í dag.

Fyrri grein„Við erum mjög spennt fyrir helginni“
Næsta greinÖruggt hjá Hamri í Hólminum