
Karen Huld Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Karen er með Cand. Oecon próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands sem og meistarapróf í bókhaldi og endurskoðun frá sama skóla.
Karen hefur starfað sem verkefnisstjóri á endurskoðunarsviði hjá KPMG samtals í um 11 ár en þar á milli starfaði hún sem deildarstjóri bókhalds hjá Hafnarfjarðarkaupstað og sem aðalbókari hjá Seltjarnarneskaupstað. Karen starfaði svo um tíma sem ráðgjafi hjá Wise.
„Ég er spennt fyrir því að hefja störf hjá Grímsnes- og Grafningshreppi og hlakka til þess að fá tækifæri til að kynna mér rekstur, aðstæður og umhverfi sveitarfélagsins,“ segir Karen Huld í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
