Kannar meðferð kransæðasjúkdóms hjá konum

„Þetta er viðamikil rannsókn sem mun veita upplýsingar um árangur meðferðar við kransæðasjúkdómi hér á landi og niðurstöðurnar verður hægt að bera saman við önnur lönd,“ segir Helga Rún Garðarsdóttir, læknanemi á fjórða ári við Háskóla Íslands.

Á dögunum hlaut Helga svokallaðan Go Red styrk en síðastliðið ár hefur hún unnið að rannsókn á meðferð kransæðasjúkdóms í konum á Íslandi undir leiðsögn Tómasar Guðbjörnssonar prófessors.

Go Red eru alþjóðleg samtök sem beita sér fyrir vitundarvakningu á hjarta- og æðasjúkdómum í konum.

Helga Rún er úr Austur-Landeyjunum, nánar tiltekið frá bænum Hólmi.

Sjá viðtal við Helgu Rún í páskablaði Sunnlenska

Fyrri greinGuðmunda fiskaði „sigurvítið“
Næsta greinViðar skoraði sigurmarkið