Kannabisræktun í sérútbúnu kjallaraherbergi

Kannabisplanta. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Lögreglan á Suðurlandi lagði hald á þrjátíu kannabisplöntur í einbýlishúsi í Árnessýslu síðastliðinn fimmtudag.

Íbúi hússins kannaðist við að eiga ræktunina, sem hafði verið komið fyrir í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinSóttvarnarbrot í líkamsræktarstöð á Suðurlandi
Næsta greinBjarki Már skoraði sitt 200. landsliðsmark