Kannabisræktun upprætt

Á sjötta tug kannabisplantna og haglabyssa voru haldlögð við húsleit í Þorlákshöfn sl. föstudag.

Húsleitin var gerð þar sem grunur lék á um að þar væri ræktað kannabis. Sú var raunin því lögreglumenn fundu þar á sjötta tug kannabisplantna á mismunandi þroskastigum.

Hald var lagt á plönturnar og búnað sem notaður var við ræktunina.

Húsráðandi var handtekinn vegna málsins og viðurkenndi hann brotið. Við húsleitina fannst haglabyssa sem hinn handtekni var ekki skráður fyrir og var hún einnig haldlögð.

Fyrri greinÞrír grunaðir um nauðgun
Næsta greinReyndi að blekkja lögreglu