Kannabisræktun upprætt

Lögreglan á Selfossi fór í húsleit í íbúðarhúsi í þéttbýli við suðurströndina í gærkvöldi og lagði þar hald á 18 kannabisplöntur.

Lögreglan telur ólíklegt að ræktun af þessari stærðargráðu verði skýrð með eigin neyslu og mun eigandi plantnanna þurfa að skýra tilvist þeirra nánar fyrir lögreglu.